Ferill 148. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1990. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 148 . mál.


Ed.

264. Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. um Húsnæðisstofnun ríkisins, nr. 86/1988, sbr. lög nr. 76/1989 og 70/1990.

Frá félagsmálanefnd.



     Við 2. gr.
         
    
     Fyrri efnismálsgrein orðist svo:
                        Skipta má á fasteignaveðbréfum fyrir húsbréf fyrir fjárhæð sem nemur allt að 75% af eðlilegu matsverði fasteignar. Ráðherra ákveður með reglugerð hvert hlutfall þetta skuli vera og getur hann ákveðið að hlutfallið vegna nýbygginga eða kaupa á íbúð í fyrsta sinn sé hærra en lánshlutfall vegna annarra fasteignaviðskipta.
         
    
     Síðasti málsliður síðari efnismálsgreinar falli brott.
     Við 3. gr. Greinin orðist svo:
                   Lög þessi öðlast þegar gildi. Ákvæði 1. gr. um húsbréfaviðskipti í tengslum við endurbætur og endurnýjun á notuðu íbúðarhúsnæði taka þó ekki gildi fyrr en 1. september 1991.
     Við ákvæði til bráðabirgða. Á eftir c-lið komi nýr stafliður er orðist svo:
                   Greiðslubyrði umsækjanda sé að jafnaði yfir 30% af áætluðum heildarlaunum hans á ári næstu fjögur árin. Eftir skuldabréfaskiptin verði greiðslubyrðin að jafnaði um 20% af heildarlaunum hans.